Robert Lewis Heilbroner (24. mars 1919 – 4. janúar 2005) var bandarískur hagfræðingur og afkastamikill rithöfundur, þjóðfélagsrýnir og fyrirlesari. Hann fæddist á Manhattan, New York.[1] Faðir hans, Louis Heilbroner, var auðugur kaupsýslumaður. Árið 1924 þegar Heilbroner var fimm ára lést faðir hans.[1] Næstu tíu ár eftir föðurmissinn var fjölskyldubílstjórinn honum sem faðir. Robert sagði síðar að sú reynsla hefði haft mótandi áhrif á frjálslyndar efnahagshugmyndir sínar.[2] Heilbroner lést af heilablóðfalli í New York þegar hann var 85 ára.[3]