Apple

Apple Inc.
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað Fáni Bandaríkjana Kaliforníu (1. apríl 1976, sem Apple Computer, Inc.)
Staðsetning 1 Infinite Loop, Cupertino, Kaliforníu
Lykilpersónur Steve Jobs, Steve Wozniak
Starfsemi Hugbúnaðargerð
Tekjur US$19,3 milljarðar
Hagnaður f. skatta US$2,12 milljarðar
Hagnaður e. skatta US$1,73 milljarðar
Starfsfólk Árið 2018 voru um 123,000 starfsmenn í fullri vinnu
Vefsíða www.apple.com

Apple Inc. (NASDAQAAPL, LSEACP, FWB: APC) er bandarískt raftækjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Cupertino í Kaliforníu. Apple þróar, framleiðir, markaðssetur og selur m.a. borðtölvur, fartölvur, margmiðlunarspilara, síma, stýrikerfi, forrit og aukahluti í tölvur. Þekktustu vörumerki Apple eru Macintosh-einkatölvurnar sem komu á markað 1984 og margmiðlunarspilarinn iPod sem kom fyrst á markað 2001. Farsíminn iPhone hefur einnig náð miklum vinsældum frá því að hann kom á markað í júní 2007. Af öðrum vélbúnaði sem Apple framleiðir má nefna Apple TV sem tengir margmiðlunarsafn einkatölvunnar við sjónvarp og netþjónana Xserve. Stærsta hugbúnaðarafurð Apple er stýrikerfið Mac OS X, nýjasta útgáfa þess, „Sonoma“, kom út í júní 2023.


Developed by StudentB