Sameinaða konungsríkið Stóra-Bretland og Norður-Írland | |||||||||||||
United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland
Önnur tungumál
| |||||||||||||
Fáni | Skjaldarmerki | ||||||||||||
Kjörorð: Dieu et mon droit (franska) Guð og réttur minn | |||||||||||||
Þjóðsöngur: God Save the King | |||||||||||||
Höfuðborg | London | ||||||||||||
Opinbert tungumál | enska | ||||||||||||
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
| ||||||||||||
Konungur | Karl 3. | ||||||||||||
Forsætisráðherra | Keir Starmer | ||||||||||||
Sameining | |||||||||||||
• Sambandslögin 1707 | 1. maí 1707 | ||||||||||||
• Sambandslögin 1800 | 1. janúar 1801 | ||||||||||||
• Lög um stofnun fríríkisins Írlands | 12. apríl 1922 | ||||||||||||
Evrópusambandsaðild | 1973–2020 | ||||||||||||
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
78. sæti 242.495 km² 1,51 | ||||||||||||
Mannfjöldi • Samtals (2022) • Þéttleiki byggðar |
22. sæti 67.791.400 270,7/km² | ||||||||||||
VLF (KMJ) | áætl. 2022 | ||||||||||||
• Samtals | 3.776 millj. dala (9. sæti) | ||||||||||||
• Á mann | 55.862 dalir (26. sæti) | ||||||||||||
VÞL (2021) | 0.929 (18. sæti) | ||||||||||||
Gjaldmiðill | Sterlingspund (£) (GBP) | ||||||||||||
Tímabelti | UTC+0 (+1 á sumrin) | ||||||||||||
Ekið er | vinstra megin | ||||||||||||
Þjóðarlén | .uk | ||||||||||||
Landsnúmer | +44 |
Bretland eða Sameinaða konungsríkið Stóra-Bretland og Norður-Írland (enska: United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland) er land í Vestur-Evrópu. Landið nær yfir megnið af Bretlandseyjum fyrir utan Ermarsundseyjar, Mön og norðurhluta Írlands. Bretland skiptist í England, Wales, Skotland og Norður-Írland. Bretland á ekki landamæri að öðrum löndum, nema þar sem landamæri Norður-Írlands liggja að Írska lýðveldinu, en er umkringt Atlantshafi, Norðursjó, Ermarsundi og Írlandshafi. Ermarsundsgöngin tengja Bretland og Frakkland.
Á íslensku hefur skapast sú venja að kalla ríkið Bretland en stærstu eyjuna (meginland Englands, Skotlands og Wales) Stóra-Bretland. Hafa ber í huga að sú nafngift getur verið ruglandi þar sem ríkið Bretland nær einnig yfir Norður-Írland sem er á Írlandi. Stóra-Bretland er einungis notað um eyjuna, sem er stærsta eyja Bretlands (og Bretlandseyja allra).
Í Bretland er þingræði og þingbundin konungsstjórn og Karl 3. Bretakonungur er þjóðhöfðinginn. Ermarsundseyjar og Mön eru svokallaðar krúnunýlendur og ekki hluti af Bretlandi þrátt fyrir að vera í konungssambandi við það. Bretland ræður yfir hjálendum sem allar voru hluti af breska heimsveldinu. Það var hið stærsta sem sagan hefur kynnst og náði hátindi á Viktoríutímanum á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.
Bretland er þróað land og hagkerfi þess er hið sjötta stærsta í heimi, mælt í nafnvirði landframleiðslu. Það var fyrsta iðnvædda landið í heiminum. Bretland er meðlimur í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Breska samveldinu, G8, OECD, NATO og WTO.