Danska

Danska
dansk
Málsvæði Danmörk, Þýskaland, Færeyjum og Grænlandi
Heimshluti Norður-Evrópa
Fjöldi málhafa 6 milljónir
Sæti ekki meðal 100 efstu
Ætt indó-evrópsk mál

 germönsk mál
  norður-germönsk mál
   austurnorræn mál
    Danska

Skrifletur Dansk-norska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Danmörk og Færeyjar, einnig viðurkennt sem minnihlutatungumál í Þýskalandi,
Evrópusambandið
(ásamt öðrum tungumálum evrópusambandsins)
Stýrt af Dansk Sprognævn
Tungumálakóðar
ISO 639-1 da
ISO 639-2 dan
SIL DNS
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Danska (dansk; framburður) er norrænt tungumál af germanskri grein indóevrópsku málaættarinnar. Nú á dögum er danska aðallega töluð af þeim sem búa í Danmörku, þ.e. íbúum á Jótlandi, eyjunum Fjóni og Sjálandi og um 130 smáeyjum að auki. Danska er einnig töluð á svæðum í Norður-Þýskalandi nálægt landamærum Danmerkur og Þýskalands og hún er kennd í skólum á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Færeyjar og Grænland eru með heimastjórn í ríkjasambandi við Danmörku en á Íslandi er danska kennd af sögulegum ástæðum (Ísland var undir danskri stjórn fram til 1944).

Danskan fór að mótast sem eigið mál aðgreint frá fornnorrænu á 13. öld en það er frá og með fyrstu Biblíuþýðingunni 1550 sem hún aðgreinist verulega frá sænsku og verður eigið mál. Það er þó enn mun auðveldara fyrir svía og dani að skilja ritað mál hvors annars en talmál. Nútíma danska einkennist af sterkri tilhneigingu til að sleppa mörgum hljóðum í framburði sem gerir hana erfiða að skilja fyrir útlendinga.


Developed by StudentB