Haag

Haag
Skjaldarmerki Haag
Staðsetning Haag
LandHolland
HéraðSuður-Holland
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriJan van Zanen
Flatarmál
 • Samtals98,13 km2
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals549.163
 • Þéttleiki6.523/km2
TímabeltiUTC +1 / UTC +2 (sumar)
Vefsíðadenhaag.nl

Haag (hollenska Den Haag, formlega 's-Gravenhage) er stjórnsýsluleg höfuðborg Hollands og höfuðborg héraðsins Suður-Hollands. Í borginni eru báðar deildir hollenska þingsins, skrifstofur ráðuneyta, hæstiréttur, sendiráð erlendra ríkja og þar er aðsetur Vilhjálms Alexanders konungs. Engu að síður er Amsterdam skilgreind sem höfuðborg Hollands í stjórnarskrá. Innan borgarmarkanna búa rúmlega 500 þúsund manns en að úthverfum meðtöldum er íbúafjöldinn um það bil 700 þúsund. Borgin er sú þriðja stærsta í Hollandi á eftir Amsterdam og Rotterdam. Í Haag eru nokkrar alþjóðastofnanir, svo sem Alþjóðadómstóllinn.


Developed by StudentB