Heimspeki 17. aldar er almennt talin marka upphaf nútímaheimspeki og endalok miðaldaheimspekinnar og skólaspekinnar enda þótt stundum séu síðustu tvær aldir þess tíma taldar marka sérstakt tímabil í sögu heimspekinnar og nefndar heimspeki endurreisnartímans. Enn fremur eru 17. og 18. öldin stundum taldar til „upplýsingartímans“ og er þá talað um heimspeki upplýsingarinnar sem tók við af heimspeki endurreisnarinnar.