52°20′00″N 05°30′00″A / 52.33333°N 5.50000°A
Holland | |
Nederland | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Je maintiendrai (franska) Ég mun standa fast | |
Þjóðsöngur: Het Wilhelmus | |
Höfuðborg | Amsterdam |
Opinbert tungumál | hollenska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Vilhjálmur Alexander |
Forsætisráðherra | Dick Schoof |
Sjálfstæði | frá Spáni |
• Yfirlýst | 26. júlí 1581 |
• Viðurkennt | 30. janúar 1648 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
134. sæti 41.543 km² 18,41 |
Mannfjöldi • Samtals (2023) • Þéttleiki byggðar |
67. sæti 17.896.000 423/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2021 |
• Samtals | 1.055 millj. dala (27. sæti) |
• Á mann | 60.461 dalir (11. sæti) |
VÞL (2019) | 0.944 (8. sæti) |
Gjaldmiðill | Evra (€) |
Tímabelti | UTC+1 (+2 á sumrin) |
Þjóðarlén | .nl |
Landsnúmer | +31 |
Holland (hollenska: Nederland) er land sem er að mestum hluta í Vestur-Evrópu en líka að hluta til í Karíbahafi. Það er hluti af Konungsríkinu Hollandi.
Holland er 41.548 km² að stærð og er stór hluti landsins neðan sjávarmáls. Landið var efnahagslegt stórveldi frá 16. öld til 18. aldar. Holland er í Evrópusambandinu. Höfuðborgin er Amsterdam, þó svo að stjórnsýsla landsins sé í Haag.