Hvelja er „húð“ hvala og hrognkelsis. Undir hveljunni er ríkt spiklag og á henni er ekkert hreistur eins og á fiskum. Hvelja í þessari merkingu hefur þó ekkert með orðasambandið að súpa hveljur að gera. Hvelja í þeirri merkingu er marglytta, en þegar menn súpa hveljur þá er eins og þeir nái ekki andanum og séu að „drekka marglyttur“.