iLife | |
Hönnuður | Apple |
---|---|
Nýjasta útgáfa | iLife '08 / 7. ágúst 2007 |
Stýrikerfi | Mac OS X |
Notkun | Margmiðlunarpakki |
Vefsíða | http://apple.com/ilife |
iLife er forritasvíta frá Apple Inc., hönnuð fyrir Mac OS X. Forritin eru notuð til þess að búa til, halda um og skoða stafrænt efni, s.s ljósmyndir, kvikmyndir, tónlist og vefsíður. Í iLife '08, inniheldur pakkinn 6 forrit: iTunes, iPhoto, iMovie, iDVD, GarageBand og iWeb. Í þeirri útgáfu kom nýtt forrit í staðinn fyrir iMovie en heitir sama nafni. Hægt er að niðurhala gömlu útgáfunni af iMovie hjá apple.com ef maður hefur keypt iLife '08. Svítan fylgir öllum nýjum Apple tölvum og einnig er hægt að kaupa hana sér.