John Maynard Keynes | |
---|---|
Fæddur | 5. júní 1883 |
Dáinn | 21. apríl 1946 (62 ára) |
Störf | Hagfræðingur |
Flokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Maki | Lydia Lopokova |
Foreldrar | John Neville Keynes og Florence Ada Keynes |
Undirskrift | |
John Maynard Keynes, fyrsti baróninn af Keynes (5. júní 1883 – 21. apríl 1946) var mikilsvirtur hagfræðingur, og kenningar hans um að ríkisvaldinu bæri að stýra heildareftirspurninni í samfélaginu höfðu mikil áhrif á hagstjórn í heiminum eftir heimsstyrjöldina fyrri. Þekktasta bók hans, Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga (enska: The General Theory of Employment, Interest and Money), hefur áhrif enn þann dag í dag á hagfræðina, þó að margir telji kenningar hans ekki hafa staðist tímans tönn. Þær hafa ætíð verið umdeildar.