| ||||
Karl 3.
| ||||
Ríkisár | 8. september 2022 – | |||
Skírnarnafn | Charles Philip Arthur George Ættarnafn: Mountbatten–Windsor | |||
Fæddur | 14. nóvember 1948 | |||
Buckinghamhöll, London | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Filippus prins, hertogi af Edinborg | |||
Móðir | Elísabet II Bretadrottning | |||
Eiginkonur | 1. Díana prinsessa af Wales, fædd Lafði Díana Spencer 2. Kamilla drottning, fædd Camilla Shand | |||
Börn | Karls og Díönu prinsessu:
|
Karl 3. (Charles Philip Arthur George, áður Karl, prinsinn af Wales) (f. 14. nóvember 1948), er konungur Bretlands og fjórtán annarra ríkja í samveldinu. Hann er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og Filippusar prins. Áður en hann erfði ríkið af móður sinni var Karl einnig hertogi af Cornwall og hertogi af Rothesay í Skotlandi. Hann var jafnframt hertogi af Edinborg frá andláti föður síns árið 2021 þar til hann tók við krúnunni árið 2022.