Moll

Í tónfræði er moll (moll, komið úr latínu, mollis sem þýðir "mjúkur" eða "blíður") önnur tegund tónstiga og tóntegunda í dúr og moll kerfinu. Það eru til þrjár tegundir af moll tónstigum sem innihalda hver um sig sjö tóna flesta sameiginlega en í heildina inniheldur moll tóntegund 9 tóna. Þessar þrjár molltegundir eru hreinn moll, laghæfur moll og hljómhæfur moll.

Tóntegundir í moll eru merktar með litlum bókstöfum á móti tóntegundum í dúr sem eru merktar í stórum bókstöfum.

Talað er um að tónlist í moll hljómi döpur en tónlist í Dúr hljómi glöð.


Developed by StudentB