Skip

Ítalska fullreiðaskipið Amerigo Vespucci í New York-höfn.

Skip er samgöngutæki til notkunar á sjó eða vatni.

Skip eru knúin áfram með mismunandi hætti. Þó má segja að þrjár meginflokka sé að ræða, Skip knúin áfram með handafli (árar), vindafli (segl) eða vélarafli. Einnig eru dæmi um að skip falli ekki undir þessa flokka, heldur fylgi þau sjávarstraumi eða vatnsrennsli í ám og fljótum. Það má deila um hvort slík samgöngutæki falli undir skilgreiningu orðsins skip.

Handafl eða áraskip eru til enn þann dag í dag. Þó má segja að í nútíðinni eigi þetta fyrst og fremst um árabáta. En fyrr á öldum og reyndar allt til tíma vélvæðingarinnar þá voru dæmi um skip sem voru knúin ýmist með bæði árum og vindi. Gott dæmi um það eru víkingaskip og fyrir þann tíma Galeiður Rómverja.

Vindafl eða seglskip voru vinsæl í gegnum aldirnar, þó má segja að með vélvæðingunni hafi þau orðið undir í samkeppninni. Þó eru þau mikið notuð enn þann dag í dag og þá sérstaklega smærri skip og bátar. Einkum er þó um að ræða skemmtibáta og siglingakeppnir á seglbátum eru vinsæl iðja um heim allan. Hvað varðar stærri seglskip þá eru þau ekki mikið notuð í dag, helst er um að ræða að þau séu notuð til þjálfunar eða hafa verið varðveitt til minningar um sögu þeirra.

Vélarafl er sú aðferð sem er leiðandi til að knýja skip áfram í dag. Vélar eru mismunandi og hafa þróast í gegnum tíðina. Þær má flokka eftirfarandi: díselvélar, bensínvélar, gufuvélar (knúnar með kolaorku) og kjarnorkuknúnarvélar.


Developed by StudentB