Virt eða virtur er sætur vökvi sem látinn er gerjast til að búa til öl í til dæmis bjór- eða viskýframleiðslu. Virtin er fengin með því að skola sykrur (aðallega maltósa) úr hrostanum sem verður til við meskingu malts. Ölger breytir síðan sykrunum í áfengi. Áfengismagnið er reiknað út með því að bera saman eðlisþyngd virtarinnar fyrir og eftir gerjun með sykurflotvog.
Virt er þannig útskýrt í ritum Árna Magnússonar, breytt til nútímasatafsetningar: