Xserve voru netþjónar sem Apple framleiddi og seldi á árunum 2002 til 2011. Þegar Xserve var kynnt árið 2002 var það fyrsti netþjónninn frá Apple síðan "Apple Networks Servers" frá 1996. Til að byrja með keyrði hann á einum eða tveimur PowerPC G4 örgjörvum, en þeim var seinna skipt út fyrir hina nýju PowerPC G5, og seinna á einum til teim '2.8GHz-3.0GHz Quad-Core Intel Xeon “Harpertown”' örgjörva. Xserve kemur með 2-32GB aðalminni. Xserve er hægt að nota á mjög fjölbreyttan máta; t.d. sem skrámiðlara eða sem vefþjón. Hægt er að nota Xserve í hugbúnaðarklösun.